Verðbólgan komin í 1,8%

Útsölur gera það að verkum að vísitala neysluverðs lækkar milli …
Útsölur gera það að verkum að vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar  lækkaði um 0,90% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis  lækkaði um 0,97% frá desember. Þetta er meiri lækkun en greiningardeildir bankanna spáðu en þær gerðu ráð fyrir 0,6-0,8% lækkun. Vetrarútsölur leiddu til 10% verðlækkunar á fötum og skóm og 3,1% verðlækkunar á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. 

Hagstofan segir, að síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 1,8% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,4%. Undanfarna þrjá mánuði hafi vísitala neysluverðs lækkað um 0,5% sem jafngildi 2,1% verðhjöðnun á ári (1,8% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Þetta er í fyrsta skipti frá því í mars 2004 sem 12 mánaða verðbólga er undir 2% en þá var verðbólgan einnig 1,8%. Þar áður gerðist það í júní 2003 þegar árshækkun vísitölunnar var 1,6% en verðbólga var mjög lítil það ár.

Kostnaður vegna eigin húsnæðis minnkaði um 1,8% í janúar, aðallega vegna lægra markaðsverðs. Fargjöld í utanlandsflugi lækkuðu um 15%.  Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,4%  og verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,1%. Áhrif hækkunar áfengis-, tóbaks-, olíu- og kolefnisgjalda á vísitölu neysluverðs voru 0,21%.

Nú er litið á útvarpsgjald sem beinan skatt í stað þjónustugjalds. Breytingin hafði 0,41% áhrif til lækkunar á vísitölunni. Verð á annarri opinberri þjónustu hækkaði um 3,4%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK