Verðbólgan komin í 1,8%

Útsölur gera það að verkum að vísitala neysluverðs lækkar milli …
Útsölur gera það að verkum að vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða.

Vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í janú­ar  lækkaði um 0,90% frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis  lækkaði um 0,97% frá des­em­ber. Þetta er meiri lækk­un en grein­ing­ar­deild­ir bank­anna spáðu en þær gerðu ráð fyr­ir 0,6-0,8% lækk­un. Vetr­ar­út­söl­ur leiddu til 10% verðlækk­un­ar á föt­um og skóm og 3,1% verðlækk­un­ar á hús­gögn­um, heim­il­is­búnaði o.fl. 

Hag­stof­an seg­ir, að síðastliðna tólf mánuði hafi vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 1,8% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 2,4%. Und­an­farna þrjá mánuði hafi vísi­tala neyslu­verðs lækkað um 0,5% sem jafn­gildi 2,1% verðhjöðnun á ári (1,8% verðhjöðnun fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis).

Þetta er í fyrsta skipti frá því í mars 2004 sem 12 mánaða verðbólga er und­ir 2% en þá var verðbólg­an einnig 1,8%. Þar áður gerðist það í júní 2003 þegar árs­hækk­un vísi­töl­unn­ar var 1,6% en verðbólga var mjög lít­il það ár.

Kostnaður vegna eig­in hús­næðis minnkaði um 1,8% í janú­ar, aðallega vegna lægra markaðsverðs. Far­gjöld í ut­an­lands­flugi lækkuðu um 15%.  Verð á mat og drykkjar­vör­um hækkaði um 1,4%  og verð á bens­íni og ol­í­um hækkaði um 3,1%. Áhrif hækk­un­ar áfeng­is-, tób­aks-, olíu- og kol­efn­is­gjalda á vísi­tölu neyslu­verðs voru 0,21%.

Nú er litið á út­varps­gjald sem bein­an skatt í stað þjón­ustu­gjalds. Breyt­ing­in hafði 0,41% áhrif til lækk­un­ar á vísi­töl­unni. Verð á ann­arri op­in­berri þjón­ustu hækkaði um 3,4%. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK