Bandaríska rannsóknarnefndin um orsakir og aðdraganda fjármálakreppunnar vestra hefur skilað af sér skýrslu sinni. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur meðal annars fram að hún telji að hægt hefði verið að komast hjá hruninu sem varð. Ekki voru þó allir nefndarmenn sammála.
Nefndin var skipuð á fyrri hluta árs 2009, en hana skipuðu tíu einstaklingar með mismunandi bakgrunn. Ætlunin var að hún yrði óháð. Af tíu meðlimum sögðu fjórir sig hins vegar frá niðurstöðum skýrslunnar.
Í ljósi umfangs bandarísks efnahagslífs vekur athygli að skýrslan bliknar í samanburði við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hér á Íslandi, og er „aðeins“ rúmar 500 síður.
Á meðal helstu niðurstaða nefndarinnar voru eftirfarandi: