Hefðu getað komist hjá hruninu

Hvíta húsið í Washington.
Hvíta húsið í Washington. AP

Bandaríska rannsóknarnefndin um orsakir og aðdraganda fjármálakreppunnar vestra hefur skilað af sér skýrslu sinni. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur meðal annars fram að hún telji að hægt hefði verið að komast hjá hruninu sem varð. Ekki voru þó allir nefndarmenn sammála.

Nefndin var skipuð á fyrri hluta árs 2009, en hana skipuðu tíu einstaklingar með mismunandi bakgrunn. Ætlunin var að hún yrði óháð. Af tíu meðlimum sögðu fjórir sig hins vegar frá niðurstöðum skýrslunnar.

Í ljósi umfangs bandarísks efnahagslífs vekur athygli að skýrslan bliknar í samanburði við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hér á Íslandi, og er „aðeins“ rúmar 500 síður.

Á meðal helstu niðurstaða nefndarinnar voru eftirfarandi:

  • Koma hefði mátt í veg fyrir fjármálakreppuna.
  • Víðáttumiklur brestir voru í löggjöf um og eftirliti með fjármálamörkuðum.
  • Stjórnun, og einkum áhættustýring, stórra og kerfislega mikilvægra stofnana í fjármálakerfinu voru lykilástæða hrunsins.
  • Gríðarleg skuldsetning, áhættusamar fjárfestingar og skortur á gagnsæi urðu til þess að stefna kerfinu í átt til glötunar.
  • Stjórnvöld voru illa búin undir kreppuna, og ósamræmi í viðbrögðum þeirra jók á óvissu og óðagot á fjármálamörkuðum.
  • Matsfyrirtæki brugðist illa, sem átti stóran þátt í því hvernig fór.

Skýrslan í heild á vefsíðu nefndarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK