Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur lækkað lánshæfismat japanska ríkisins um einn flokk, úr AA í AA-. Segir fyrirtækið, að ástæðan sé miklar skuldir ríkissjóðs Japans.
Fram kemur í umfjöllun S&P að skuldahlutfalla Japans sé þegar eitt hið hæsta í heimi og skuldirnar muni aukast enn næstu 10-15 árin.