Hagnaður sjávarútvegs eykst

Hagnaður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magns­kostnað og tekju­skatt sem hlut­fall af heild­ar­tekj­um sjáv­ar­út­vegs­ins jókst milli ár­anna 2008 og 2009. Í fisk­veiðum og vinnslu hækkaði þetta hlut­fall úr 27,4% í 31%, í fisk­veiðum úr 25% árið 2008 í 26,3% af tekj­um árið 2009 og í fisk­vinnslu úr 17% í tæp­lega 21%.

Hreinn hagnaður í sjáv­ar­út­vegi árið 2008 nam 22% sam­an­borið við 19,1% hagnað árið áður. Hagnaður var áfram á rekstri mjölvinnslu og á rekstri loðnu­skipa á ár­inu 2009, að því er kem­ur fram í nýju riti Hag­stof­unn­ar.

Heild­ar­eign­ir sjáv­ar­út­vegs í árs­lok 2009 voru 590 millj­arðar króna, heild­ar­skuld­ir 564 millj­arður og eigið fé já­kvætt um tæpa 27 millj­arða.

Rit Hag­stof­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK