Keyptu um 1000 tonn af íslensku korni

Kornskurður undir Eyjafjöllum.
Kornskurður undir Eyjafjöllum. Jónas Erlendsson

Fóðurblandan og dótturfélög fyrirtækisins keyptu um 1.000 tonn af íslensku byggi og íslenskum höfrum árið 2010. Eyjólfur Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að mikill vilji sé til þess að auka kaup á íslensku korni.

Þetta kemur fram í viðtali við Eyjólf á vef Landsambands kúabænda. Verð á korni innfluttu korni hefur hækkað mjög mikið vegna verðhækkana á heimsmarkaði. Eyjólfur segir að til að grundvöllur sé fyrir því að fóðurfyrirtæki geti aukið kaup á íslensku korni þurfi að bæta skilyrði til kornviðskipta t.d. með því að auka afköst þurrkstöðva og jafnframt telur hann að lækka þurfi þurrkkostnaðinn með því að nýta jarðvarma betur.

Frétt á vefnum naut.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK