Ásgeir hættur hjá Arion

Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson

Ásgeir Jóns­son, sem gegnt hef­ur starfi for­stöðumanns grein­ing­ar­deild­ar frá ár­inu 2006, hef­ur tekið við lektors­stöðu í  hag­fræði við Há­skóla Íslands og er hætt­ur störf­um hjá bank­an­um. Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu frá bank­an­um.

Í hans stað kem­ur Ásdís Kristjáns­dótt­ir hag­fræðing­ur, sem hef­ur starfað hjá grein­ing­ar­deild Kaupþings og síðar Ari­on banka frá ár­inu 2006. Ásdís lauk BS prófi frá Verk­fræðideild Há­skóla Íslands árið 2002 og síðan MS prófi í hag­fræði frá Viðskipta- og hag­fræðideild sama skóla árið 2006. Hún hlaut rétt­indi sem lög­gilt­ur verðbréfamiðlari árið 2010.  Ásdís starfaði um skeið hjá fjár­málaráðuneyt­inu en hóf störf hjá Grein­ing­ar­deild Kaupþings sem efna­hags­grein­andi árið 2006, sem áður seg­ir. Ásdís er gift Agn­ari Tóm­asi Möller verk­fræðingi og eiga þau tvö börn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka