Lánshæfiseinkunn gæti hækkað

Tals­menn alþjóðlegra grein­ing­ar­fyr­ir­tækja segja við Bloom­berg frétta­stof­una, að hugs­an­lega muni láns­hæfis­eink­inn ís­lenska rík­is­ins hækka ef Íslend­ing­ar samþykkja sam­komu­lag, sem gert var við Breta og Hol­lend­inga um Ices­a­ve.

„Auðvitað væri það já­kvæður þátt­ur í ein­kunn­inni ef sam­komu­lag næst," hef­ur Bloom­berg eft­ir Kat­hrin Mu­ehl­bronner,  sér­fræðingi hjá Moo­dy's í Lund­ún­um.

Ei­leen Zhang, sér­fræðing­ur hjá Stand­ard & Poor's, seg­ir við Bloom­berg í tölvu­pósti, að sam­komu­lag um inni­stæðutrygg­ing­ar myndi varpa skýr­ara ljósi á stöðu Íslands.

Paul Rawk­ins, fram­kvæmda­stjóri hjá mats­fyr­ir­tæk­inu Fitch, seg­ir að á næstu mánuðum verði ný ein­kunn fyr­ir Ísland gef­in út og hún muni end­ur­spegla áhrif sam­komu­lags­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK