Lánshæfiseinkunn gæti hækkað

Talsmenn alþjóðlegra greiningarfyrirtækja segja við Bloomberg fréttastofuna, að hugsanlega muni lánshæfiseinkinn íslenska ríkisins hækka ef Íslendingar samþykkja samkomulag, sem gert var við Breta og Hollendinga um Icesave.

„Auðvitað væri það jákvæður þáttur í einkunninni ef samkomulag næst," hefur Bloomberg eftir Kathrin Muehlbronner,  sérfræðingi hjá Moody's í Lundúnum.

Eileen Zhang, sérfræðingur hjá Standard & Poor's, segir við Bloomberg í tölvupósti, að samkomulag um innistæðutryggingar myndi varpa skýrara ljósi á stöðu Íslands.

Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá matsfyrirtækinu Fitch, segir að á næstu mánuðum verði ný einkunn fyrir Ísland gefin út og hún muni endurspegla áhrif samkomulagsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK