Hagnaður bandaríska olíufélagsins Exxon Mobil nam 9,25 milljörðum dala, nærri 1100 milljörðum króna, á síðasta fjórðungi ársins 2010. Er þetta næst mesti hagnaður á einum ársfjórðungi í sögu félagsins en á þriðja fjórðungi ársins 2008 græddi félagið 14,83 milljarða dala.
Á sama tímabili í fyrra var hagnaður félagsins 6,05 milljarðar dala. Tekjur félagsins jukust um 17% milli ára á tímabilinu og námu 105 milljörðum dala.