Olíuverð hækkar vegna Egyptalands

Mótmæli hafa staðið yfir í Egyptalandi undanfarna daga.
Mótmæli hafa staðið yfir í Egyptalandi undanfarna daga. Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í morgun vegna óvissu um pólitískt ástand mála í Egyptalandi, en órói í landinu gæti haft veruleg áhrif á flutninga um Suez- skurðinn.

Um ein milljón tunna af olíu er flutt í gegnum  skurðinn á degi hverjum, en hann er helsta flutningaleiðin til og frá Persaflóa.

Áhyggjur hafa verið uppi af því að mótmælin gætu breiðst út til helstu olíuríkja í Mið-Asíu.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK