Actavis greiði 20 milljarða sekt

Merki Actavis.
Merki Actavis.

Tvær starfsstöðvar Actavis í Bandaríkjunum voru í dag fundnar sekar um að hækka verð á samheitalyfjum til þess að fá meira greitt út úr opinberum sjúkratryggingum (Medicaid). Dómstóll í Texas dæmdi Actavis til að greiða 170 milljónir dala í sekt, jafnvirði tæplega 20 milljarða króna.

Upp komst um misferlið eftir að lyfsali í Flórída-fylki kærði málið. Sannist það að aðilar hafi gerst sekir um að svíkja fé út úr hinu opinbera á sá sem vekur á því athygli rétt á því að hluta fjárins sem endurheimtist. Umræddur lyfsali hefur verið iðinn við að kæra svik af þessu tagi og að sögn fengið um 400 milljónir dala í sinn hlut í gegnum tíðina.

Kviðdómur í Austin, höfuðborg Texas, komst að þeirri niðurstöðu að tvær starfsstöðvar Actavis í Bandaríkjunum, Actavis Mid-Actlantic LLC og Actavis Elizabeth LLC hafi vísvitandi innheimt of hátt verð fyrir samheimalyf, sem endurgreidd eru af Medicaid.

Sektin sem Actavis var dæmt til að greiða er með þeim hæstu sem beitt hefur verið í málum af þessu tagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK