„Íslendingar gerðu rétt í því að halda greiðslukerfinu gangandi og að láta kröfuhafa, en ekki skattgreiðendur, taka á sig tap bankanna,“ segir Nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Joseph Stiglitz. „Írar gerðu hins vegar allt rangt,“ bætir hann við.
Í grein í nýjasta tölublaði Bloomberg Markets er fjallað ítarlega um Ísland og eftirmála bankahrunsins hér á landi. Á meðal þeirra sem rætt er við eru Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka, og Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka.