Svartsýnir stjórnendur

Evran í forgrunni á höfuðstöðvum Seðlabanka Evrópu í Frankfurt
Evran í forgrunni á höfuðstöðvum Seðlabanka Evrópu í Frankfurt Reuters

Skoðanakönnun sem gerð var meðal 460 viðskipta- og fjármálaleiðtoga í heiminum gefur til kynna að trú þeirra á evrunni og evrusvæðinu sé afar lítil. Sagt er frá þessu á vefsíðu CNBC.

Um 85 prósent sögðu mögulegt að eitt eða fleiri evruríki myndu yfirgefa evruna á næstu þremur árum og um 60 prósent sögðu möguleika á að evrusvæðið í heild sinni myndi brotna upp á næstu þremur árum.
Könnunin var gerð af Economist Intelligence Unit, sem er dótturfyrirtæki tímaritsins Economist. Fólkið, sem tók þátt í könnuninni, eru stjórnendur stórfyrirtækja, fjárfestingarfyrirtækja og fjárfestingarsjóða í eigu einkaaðila og ríkisstjórna.

Könnunin leiðir einnig í ljós áhyggjur fólksins af skuldastöðu þróaðri ríkja, en 46 prósent sögðu að skuldir þeirra eigin ríkja væru að vaxa með ósjálfbærum hætti og þegar kom að fólki frá Bretlandi og Bandaríkjunum var þetta hlutfall um 60 prósent.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK