Bankasýslan gerir háa ávöxtunarkröfu

Fé á heimleið eftir góða ávöxtun yfir sumarmánuði.
Fé á heimleið eftir góða ávöxtun yfir sumarmánuði.

Banka­sýsla rík­is­ins ger­ir 7% ávöxt­un­ar­kröfu um­fram áhættu­lausa vexti á þá eign­ar­hluti í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um sem hún fer með fyr­ir hönd rík­is­ins. Sé horft til styttri áhættu­lausra vaxta þá þýðir þetta að nafnávöxt­un­ar­krafa Banka­sýsl­unn­ar er tæp­lega 10% en ef horft er til lengri tíma, til dæm­is til vaxta á óverðtryggðum rík­is­skulda­bréf­um til sex ára, þá er nafnávöxt­un­ar­kraf­an um 13%.

Þeir sér­fræðing­ar á fjár­mála­markaði sem blaðið ræddi við eru sam­mála um að Banka­sýsl­an geri háa kröfu á arðsemi með þess­ari ávöxt­un­ar­kröfu en benda á að sama skapi að hún þurfi alls ekki að vera óraun­hæf með hliðsjón af nú­ver­andi aðstæðum og ef ríkið ætli að beita sér af krafti fyr­ir auk­inni hagræðingu í banka­kerf­inu.

Stærsti eign­ar­hlut­ur­inn sem Banka­sýsl­an fer með er í Lands­banka Íslands, en ríkið á ríf­lega 80% hlut í bank­an­um. Arðsemi eig­in fjár í rekstri bank­ans fyrstu níu mánuðina í fyrra var 10,9% og nam vaxtamun­ur­inn á tíma­bil­inu 2,7%. Af þessu má vera ljóst að taka þurfi til í rekstri bank­ans – minnka kostnað, auka vaxtamun, þókun­ar­tekj­ur og svo fram­veg­is – til þess að arðsem­is­krafa Banka­sýsl­unn­ar fái ör­ugg­lega staðist. Arðsemi Ari­on, sem ríkið á 13% hlut í, fyrstu níu mánuði árs­ins í fyrra var 10,4% og vaxtamun­ur inn- og út­lána var 3%. Íslands­banki, sem ríkið á 5% í, var hins veg­ar í nokkr­um sér­flokki miðað við hina stóru viðskipta­bank­ana í fyrra: Arðsemi eig­in­fjár nam 16,6% og vaxtamun­ur­inn var jafn­framt ríf­leg­ur eða um 5,7%.

Þeir sér­fræðing­ar sem blaðið hef­ur rætt við telja að margt geti stuðlað að því að rekst­ur stóru viðskipta­bank­anna stóru geti staðið und­ir hárri ávöxt­un­ar­kröfu á næstu árum. Það velti hins veg­ar á því að kraft­ur fær­ist á ný í at­vinnu­lífið. Bent er á að eign­ir bank­anna voru keypt­ar á 60-70% af­slætti og því þarf ekki að bæta end­ur­heimtu­hlut­fallið mikið til þess að mynda ríf­leg­an hagnað í rekstr­in­um. Enn­frem­ur eru bank­arn­ir að fjár­magna sig á hag­stæðum kjör­um um þess­ar mund­ir, eins og sést þegar horft er til þess að inn­lánsvext­ir eru á bil­inu 2-4%. Ef menn ganga út frá því að vaxtamun­ur í ís­lenska banka­kerf­inu verði sam­bæri­leg­ur við það sem tíðkast í hag­kerf­um sem búa við vanþróaða fjár­mála­markaði þá gæti slík ávöxt­un­ar­krafa gengið upp til lengri tíma.

Neyt­end­ur bera kostnaðinn

Jón Daní­els­son, hag­fræðing­ur hjá London School of Economics, hef­ur bent á að þetta sýni að Íslend­ing­ar séu í raun að bera kostnaðinn af björg­un bank­anna. Þeir séu að borga fyr­ir út­lána­töp bank­anna og eini mun­ur­inn á þeim og íbú­um þeirra ríkja sem hafa gert það gegn­um hærri skatta sé sá að hér á landi er farið bak­dyra­meg­in að mark­miðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK