119 milljarða afgangur

Sjávarafurðir voru 39,4% alls útflutnings í fyrra.
Sjávarafurðir voru 39,4% alls útflutnings í fyrra.

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru fyrir allt árið 2010 fluttar út vörur fyrir 560,6 milljarða króna en inn fyrir 442,1 milljarð króna.

Afgangur var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 118,6 milljörðum en árið áður voru þau hagstæð um 87,3 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 31,2 milljörðum króna hagstæðari en árið áður.

Samkvæmt bráðabirgðatölum voru í desembermánuði fluttar út vörur fyrir 49,6 milljarða króna og inn fyrir 36,4 milljarða króna. Vöruskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því  hagstæð um 13,1 milljarð króna. Í desember 2009 voru vöruskiptin hagstæð um 11,6 milljarða króna á sama gengi. 

Heildarverðmæti vöruútflutnings var 15,7% meira en árið áður á föstu gengi. Iðnaðarvörur voru 55,5% alls útflutnings og er þetta þriðja árið í röð, frá því að skráning á árlegum útflutningi hófst með reglubundnum hætti árið 1862, sem hlutdeild iðnaðarvara er hærri en sjávarafurða. Verðmæti iðnaðarvara var 31,9% meira á árinu 2010 en árið áður og vó ál þyngst í útflutningnum.

Sjávarafurðir voru 39,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 9,2% meira en árið 2009. Stærsti liður útfluttra sjávarafurða var frystur heill fiskur og jókst útflutningur hans um 41,7% frá árinu 2009. Sala á skipum og flugvélum dróst saman á árinu.

Verðmæti vöruinnflutnings á árinu 2010 11,3% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Stærstu liðir innflutnings voru hrá- og rekstrarvara með 32,8% hlutdeild og fjárfestingarvara með 22,9% hlutdeild.

Af einstökum liðum varð mest aukning, í krónum talið, í hrá- og rekstrarvöru 20,2% (24,4 milljarðar), fjárfestingavöru 18,2% (15,6 milljarðar) og eldsneyti og smurolíu 16,8% (8,3 milljarðar) en samdráttur varð í innflutningi á flutningatækjum 21,9% (8,4 milljarðar).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK