Gjaldþrotið kostaði hann 800 Ferraribíla

Karsten Ree.
Karsten Ree.

Danski kaupsýslumaðurinn Karsten Ree, sem lagði Amagerbankanum til 800 milljónir danskra króna, segist telja að fyrrverandi stjórnendur bankans hafi ekki látið uppskátt um hve staða bankans var slæm í raun og veru og hugsanlega séu öll kurl ekki komin til grafar.

Ree, sem er einn ríkasti maður í Danmörku og mikill bílaáhugamaður, sagði við TV2 í dag að hann hefði getað keypt 800 Ferrari-bíla fyrir það fé, sem hann lagði bankanum til. Bankinn varð gjaldþrota í gær vegna þess að allt eigið fé hans var uppurið. 

Ný stjórn bankans, sem tók við á síðasta ári, komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að afskrifa þyrfti útlán að fjárhæð samtals 3 milljarðar danskra króna.    

Ree sagði, að hann hefði síðdegis á föstudag fengið hringingu frá ráðgjöfum sínum, sem var þá orðið ljóst að staða bankans væri orðin vonlaus.  

Niels Heering, stjórnarformaður bankans, sagði á blaðamannafundi í dag, að endanlegt tap bankans á síðasta ári kynni að verða mun meira en 3 milljarða afskriftirnar gefa til kynna.  

Claus Hjort Frederiksen, fjármálaráðherra Dana, sagði að danskir skattgreiðendur kynnu að þurfa axla 6,7 milljarða danska króna, jafnvirði nærri 140 milljarða íslenskra króna, vegna gjaldþrots Amagerbankans.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK