Hagnaður Össurar eykst

Höfuðstöðvar Össurar
Höfuðstöðvar Össurar

Hagnaður stoðtækjaframleiðandans Össurar á síðasta ári nam 35 milljónum Bandaríkjadala, nærri 4,1 milljarðir króna á núverandi gengi, sem er 10% af sölu. Árið 2009 var hagnaður félagsins 23 milljónir dala eða 7% af sölu.  

Segir félagið, að góður vöxtur í sölu sé megin ástæða aukins hagnaðar. Sölutekjur námu 359 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári samanborið við 331 milljón dala árið 2009.

Í tilkynningu frá Össuri segir að sala á spelkum og stuðningsvörum hafi verið góð og aukist jafnt og þétt yfir árið og var söluvöxturinn 12%, mælt í staðbundinni mynt. Sala á stoðtækjum hafi einnig verið góð og aukist um 8%, mælt í staðbundinni mynt.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir í tilkynningunni að  niðurstöður ársins séu mjög ánægjulegar.

Tilkynning Össurar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK