Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt félagið FI fjárfestingar, sem var í eigu Hannesar Smárasonar, til að greiða Glitni banka tæpa 4,7 milljarða króna.
Í málinu var jafnframt gerð krafa um að Hannes yrði dæmdur til að greiða 400 milljónir króna, sem hann var í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Hannes var sýknaður af þeirri kröfu, „að svo stöddu".
Segir í dómnum að bankinn sé bundinn af yfirlýsingu, sem hann gaf um að setja ekki fram kröfur á hendur Hannesi, nema að uppfylltum tilgreindum skilyrðum. Hafi Glitnir ekki sýnt fram á að þessi skilyrði séu uppfyllt.
Málið snýst um skuld FI fjárfestinga, sem áður hét Fjárfestingafélagið Primus. Félagið gerði tvo lánasamninga við Glitni í desember 2007. Tók Hannes á sig sjálfsskuldarábyrgð
fyrir hluta skuldarinnar og félögin Hlíðasmári 6 ehf. og ELL 49 ehf. lögðu fram
fasteignaveð.
Í tengslum við umræddar lánveitingar var gert samkomulag milli Glitnis banka hf. og Fjárfestingafélagsins Primus ehf., nú FI fjárfestingar ehf., og Hannesar Smárasonar hinn 29. júní 2008.