Áhyggjur af atvinnuleysinu

00:00
00:00

Ben Bernan­ke, seðlabanka­stjóri Banda­ríkj­anna, kom fyr­ir þing­nefnd í dag þar sem hann var spurður spjör­un­um úr um stefnu bank­ans. Lýsti Bernan­ke áhyggj­um sín­um af at­vinnu­leysi í Banda­ríkj­un­um, sem hann taldi enn vera of mikið. Sagði hann bank­ann einnig standa við áform sín um 600 millj­arða doll­ara inn­spýt­ingu í hag­kerfi lands­ins til að halda stýri­vöxt­un­um niðri.

Taldi seðlabanka­stjór­inn að nokk­ur ár myndu líða þar til að at­vinnu­leys­istöl­ur hefðu náð ein­hverju jafn­vægi. Fyrst yrði að koma til auk­in at­vinnu­sköp­un. Minntu þing­nefnd­ar­menn hann á að farið væri að bera á áhyggj­um af auk­inni verðbólgu. Bernan­ke sló á þær áhyggj­ur og taldi verðbólgu áfram vera um 1%.

Þá sagði Bernan­ke að stjórn­end­ur bank­ans gætu lítið gert við hækk­andi hrá­efn­is­verði á heims­markaði, þar sem áhrifa­vald­ar væru allt frá óveðri í Rússlandi til auk­inn­ar eft­ir­spurn­ar eft­ir eldsneyti í Kína og Bras­il­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK