Forstjóri Deutsche Bank sætir nú mikilli gagnrýni í Þýskalandi fyrir að hafa sagt að konur myndu auka fegurð og litadýrð ef þær tækju þátt í að stýra bankanum.
Josef Ackermann sagði þetta þegar hann var spurður hvort hann styddi tillögu um að þvinga fyrirtæki til að fjölga konum í æðstu stjórn þeirra.
Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að nokkur þúsund manns starfi hjá Deutsche Bank í London en engin kona sé meðal framkvæmdastjóra hjá bankanum.