Skipt var, öllum að óvörum, um forstjóra hjá danska raftækjaframleiðandanum Bang og Olufsen í dag. Tilkynnt var að Kalle Hvidt Nielsen muni hætta störfum og Tue Mantoni, sem hefur stýrt mótorhjólaversluninni Triumph, var ráðinn í staðinn.
Mannabreytingarnar hafa lagst vel í danska fjárfesta og segja, að Tue Mantoni, sem er 35 ára, sé góður sölumaður. Fyrirtækið þurfi á slíkum stjórnanda að halda. Mantoni hefur setið í stjórn Bang og Olufsen.
Gengi hlutabréfa Bang og Olufsen hefur lækkað um 80% á síðustu fjórum árum.