Skulduðu Byr 28 milljarða eftir hrun

Einkahlutafélög tengd stjórnendum og eigendum Byrs skulduðu sparisjóðnum ríflega 28 milljarða króna rétt eftir hrunið 2008. Fáum mánuðum áður greiddi sjóðurinn eigendum sínum arð upp á 14 milljarða króna. Sjónvarpið greindi frá þessu í kvöld.

Skuldir félaga sem tengjast fyrrverandi stjórnarformanni  jukust um 1,1 milljarða á þremur mánuðum. Þetta kemur fram í lánabók Byrs sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum. Stærsti skuldari Byrs var Gaumur og félög tengd Baugsfjölskyldunni, sem skulduðu sparisjóðnum um átta milljarða króna í nóvember árið 2008. Skuldir Sparisjóðabankans og félög tengd stjórnendum bankans námu um sjö milljörðum og félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar skulduðu sjóðnum um fjóra milljarða.

Samkvæmt frétt Sjónvarpsins hefur skuldastaða þessara félaga lítið breyst síðan í nóvember 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK