ECB neyddist til inngripa á markaði

Höfuðstöðvar ECB.
Höfuðstöðvar ECB. Reuter

Evrópski seðlabankinn neyddist til þess að grípa inn í fjármálamarkaði í morgun og kaupa upp portúgölsk ríkisskuldabréf. Evrópski seðlabankinn lét af slíkum inngripum fyrir tveim vikum en að ákvað að grípa til aðgerða í morgun vegna hækkunar á áhættuálagi portúgalskra ríkisskuldabréfa.

Áhættuálagið á portúgölsk ríkisskuldabréf fór upp í 7,63% áður en að Evrópksi seðlabankinn hóf kaup í morgun. Samkvæmt Financial Times þá hefur áhættufælni fjárfesta gagnvart portúgölskum ríkisskuldabréfum farið vaxandi á ný undanfarið. Vaxandi efasemdir eru um að portúgölsk stjórnvöld geti endurfjármagnað 18-20 milljarða evra í ár eins og stefnt er að.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK