Rio Tinto, sem rekur m.a. álverið í Straumsvík, hagnaðist um 14,3 milljarða dollara (1.660 milljarða króna) á síðasta ári. Nettóskuldir fyrirtækisins lækkuðu á síðasta ári úr 18,9 milljörðum dollara í 4,3 milljarða.
Hátt verð á hráefnum skýrir að hluta mikinn hagnað fyrirtækisins, en einnig gekk framleiðsla fyrirtækisins vel. Fyrirtækið seldi einnig eignir á árinu.
Verð á kopar, járni, tin og gulli hafa sjaldan verið hærra og verð á áli, nikkel, platínum og kolum hafa ekki verið hærra síðan efnahagssamdrátturinn hófst árið 2008.