Hagnaður Rio Tinto nam 1.660 milljörðum

Álverið í Straumsvík
Álverið í Straumsvík Þorvaldur Örn Kristmundsson

Rio Tinto, sem rekur m.a. álverið í Straumsvík, hagnaðist um 14,3 milljarða dollara (1.660 milljarða króna) á síðasta ári. Nettóskuldir fyrirtækisins lækkuðu á síðasta ári úr 18,9 milljörðum dollara í 4,3 milljarða.

Hátt verð á hráefnum skýrir að hluta mikinn hagnað fyrirtækisins, en einnig gekk framleiðsla fyrirtækisins vel. Fyrirtækið seldi einnig eignir á árinu.

Verð á kopar, járni, tin og gulli hafa sjaldan verið hærra og verð á áli, nikkel, platínum og kolum hafa ekki verið hærra síðan efnahagssamdrátturinn hófst árið 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK