Arion selur 34% í Högum

Hagar Bónus
Hagar Bónus Kristinn Ingvarsson

Ari­on banki hef­ur selt dreifðum hópi líf­eyr­is­sjóða og öðrum fag­fjár­fest­um 34% í Hög­um ásamt kauprétti að 10% viðbót­ar­hlut. Kaup­verð er 4,1 millj­arður. Skrán­ing í kaup­höll er fyr­ir­huguð síðar á ár­inu.
 
Ari­on banki sendi frá sér til­kynn­ingu um söl­una. Í henn­ir seg­ir m.a.: 

„Bú­vell­ir slhf., fé­lag í eigu nokk­urra líf­eyr­is­sjóða og annarra fag­fjár­festa, hef­ur fest kaup á 34% hluta­bréfa í Hög­um, eða 35,3% af úti­stand­andi hlut­um í fé­lag­inu. Að auki hef­ur fé­lagið samið um kauprétt á 10% út­gef­inna hluta­bréfa til viðbót­ar á hærra verði. Selj­andi er Eigna­bjarg, dótt­ur­fé­lag Ari­on banka, sem á eft­ir viðskipt­in 64,1% úti­stand­andi hluta í Hög­um. Kaup­in eru gerð með fyr­ir­vara um samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.
 
Kaup­verðið er 4.140 millj­ón­ir króna. Á fé­lag­inu hvíla nettó vaxta­ber­andi skuld­ir að fjár­hæð um 12,5 millj­arðar króna miðað við efna­hags­reikn­ing fé­lags­ins 30. nóv­em­ber síðastliðinn og er heild­ar­virði fé­lags­ins sam­kvæmt því rúm­ir 24 millj­arðar króna. Kaup­verðið nem­ur 10 krón­um á hlut en gengi sam­kvæmt kauprétt­in­um er 10% hærra.
 
Stærstu eig­end­ur Búvalla eru Haga­mel­ur ehf. (fé­lag í eigu Hall­björns Karls­son­ar, Árna Hauks­son­ar, Sig­ur­björns Þorkels­son­ar og Trygg­inga­miðstöðvar­inn­ar), Gildi líf­eyr­is­sjóður, SÍA I (fag­fjár­festa­sjóður und­ir stjórn rekstr­ar­fé­lags­ins Stefn­is, en eig­end­ur SÍA I eru marg­ir af stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins) og fag­fjár­festa­sjóður­inn Stefn­ir ÍS-5.

Aðrir eig­end­ur Búvalla eru Festa líf­eyr­is­sjóður, Líf­eyr­is­sjóður bænda, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna Búnaðarbanka Íslands hf., fjár­fest­ing­ar­sjóður­inn Stefn­ir Sam­val, sér­eigna­líf­eyr­is­sjóðirn­ir Vista og Líf­eyris­auki, Mir­anda ehf. (sem er í eigu Berg­lind­ar Jóns­dótt­ur) og Draupn­ir fjár­fest­inga­fé­lag (sem er í eigu Jóns Diðriks Jóns­son­ar). Eng­inn hlut­ur er stærri en svo að svari til 8,5% eign­ar­hlut­ar í Hög­um. Kaup­in eru að fullu fjár­mögnuð með eig­in­fjár­fram­lög­um.
 
Samn­ing­ur­inn nú er mik­il­væg­ur áfangi í sölu­ferli Ari­on banka á hlut sín­um í Hög­um, en bank­inn til­kynnti í októ­ber síðastliðnum áform um að selja kjöl­festu­hlut í Hög­um í opnu sölu­ferli og jafn­framt að bank­inn myndi taka til skoðunar öll til­boð sem bær­ust í eign­ar­hlut hans í fé­lag­inu. Bank­an­um bár­ust viðun­andi til­boð bæði í kjöl­festu­hlut og í fé­lagið allt, en í kjöl­farið var gengið til samn­ingaviðræðna við Bú­velli sem áttu hag­stæðasta til­boðið.

Næsta skref sölu­ferl­is­ins er að und­ir­búa skrán­ingu Haga í kaup­höll sem fyr­ir­hugað er að óska eft­ir síðar á ár­inu. Í aðdrag­anda skrán­ing­ar mun Ari­on banki bjóða fag­fjár­fest­um og al­menn­um fjár­fest­um að kaupa hluta­bréf í Hög­um. Það er fyr­ir­tækjaráðgjöf Ari­on banka sem hef­ur um­sjón með þessu ferli.“
 
„Hag­ar eru stærsta versl­un­ar­fyr­ir­tæki lands­ins og fé­lagið gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki í smá­sölu­versl­un um land allt. Það skipt­ir ís­lenskt viðskipta­líf veru­legu máli að eign­ar­hald Haga kom­ist í eðli­leg­an far­veg. Mark­mið bank­ans var að selja kjöl­festu­hlut í fé­lag­inu sem nú hef­ur gengið eft­ir og fylgja því síðan eft­ir með skrán­ingu í kaup­höll,“ er haft eft­ir Hösk­uldi H. Ólafs­syni, banka­stjóra Ari­on-banka í til­kynn­ing­unni. 

„Við sjá­um fyr­ir okk­ur að skrán­ing Haga geti orðið mik­il­væg­ur áfangi í því að end­ur­reisa ís­lensk­an hluta­bréfa­markað. Bank­inn hef­ur verið ánægður með rekst­ur Haga und­an­far­in miss­eri þrátt fyr­ir erfitt ár­ferði og efna­hag­ur fé­lags­ins er traust­ur. Stjórn­end­ur hafa unnið mjög gott starf og fá nú til liðs við sig hlut­hafa­hóp sem býr yfir mik­illi reynslu á ís­lensk­um smá­sölu­markaði,“ seg­ir Hösk­uld­ur enn frem­ur.
 
„Við sjá­um fjár­fest­ingu Búvalla í Hög­um sem lang­tíma­verk­efni og mun­um leggja áherslu á að fé­lagið ein­beiti sér að kjarn­a­starf­semi sinni. Við vilj­um að eign­ar­hald fé­lags­ins verði sem breiðast, bæði í gegn­um líf­eyr­is­sjóði og með beinni aðild ein­stakra hlut­hafa,“ er haft eft­ir Hall­birni Karls­syni, ein­um af eig­end­um Búvalla, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK