Ódýrar fasteignir í Reykjavík

Fasteignir í miðbæ Reykjavíkur, mældar í evrum. eru afar ódýrar í samanburði við aðrar borgir í Evrópu.

Fram kemur í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka, að fasteignaverð sé aðeins lægra í þremur öðrum evrópskum höfuðborgum: Búdapest í Rúmeníu, Skopje í Makedóníu og Chisinouv í Moldavíu.

Er þetta rakið til 10% verðlækkunar á fasteignamarkaði og 85% hækkun á evru gagnvart krónu frá árinu 2007.

Arion banki segir, að frá hruni hafi fjárfestar nær eingöngu leitað með peninga sína í öruggt skjól skuldabréfa og innlána. Hins vegar gætu  fjárfestar í auknum mæli farið að líta til annarra kosta, ef sú þróun sé þá ekki nú þegar hafin. Í þessu sambandi sé áhugavert að líta á fasteignverð hér á landi með augum erlendra fjárfesta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK