Segir að gjaldeyrisstaða Landsbankans sé sterk

Landsbankinn segist ekki hafa óskað eftir sérstökum fundi með skilanefnd Landsbanka Íslands hf. til að vara við því að hætta væri á að greiðsluflæði gjaldeyris inn í NBI stæði ekki fyllilega undir afborgunum af skuldabréfinu, eins og lesa megi í frétt Morgunblaðsins í dag.

Segir í tilkynningu frá bankanum, að gjaldeyrisstaða Landsbankans sé sterk og gjaldeyriseignir og –skuldir í jafnvægi. Þegar horft sé 5–7 ár fram í tímann kunni að verða misræmi milli inn- og útgreiðslna í erlendri mynt en það sé þó alls ekki víst.  Alltaf hafi verið ljóst að Landsbankinn þyrfti að endurfjármagna hluta af erlendum skuldum sínum líkt og eigi við um flesta banka og fyrirtæki hér á landi og erlendis.

„Einhverjir munu lesa frétt Morgunblaðsins og þá sérstaklega fyrirsagnir á innsíðum sem svo að bankinn standi ekki undir skuldbindingum sínum. Óþarft er að hafa áhyggjur af slíku, bankinn er með mjög sterka eiginfjárstöðu og telur enga þörf á frekari inngreiðslum eiginfjár frá eigendum," segir m.a. í tilkynningu bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK