Segir að gjaldeyrisstaða Landsbankans sé sterk

Lands­bank­inn seg­ist ekki hafa óskað eft­ir sér­stök­um fundi með skila­nefnd Lands­banka Íslands hf. til að vara við því að hætta væri á að greiðsluflæði gjald­eyr­is inn í NBI stæði ekki fylli­lega und­ir af­borg­un­um af skulda­bréf­inu, eins og lesa megi í frétt Morg­un­blaðsins í dag.

Seg­ir í til­kynn­ingu frá bank­an­um, að gjald­eyr­isstaða Lands­bank­ans sé sterk og gjald­eyriseign­ir og –skuld­ir í jafn­vægi. Þegar horft sé 5–7 ár fram í tím­ann kunni að verða mis­ræmi milli inn- og út­greiðslna í er­lendri mynt en það sé þó alls ekki víst.  Alltaf hafi verið ljóst að Lands­bank­inn þyrfti að end­ur­fjármagna hluta af er­lend­um skuld­um sín­um líkt og eigi við um flesta banka og fyr­ir­tæki hér á landi og er­lend­is.

„Ein­hverj­ir munu lesa frétt Morg­un­blaðsins og þá sér­stak­lega fyr­ir­sagn­ir á innsíðum sem svo að bank­inn standi ekki und­ir skuld­bind­ing­um sín­um. Óþarft er að hafa áhyggj­ur af slíku, bank­inn er með mjög sterka eig­in­fjár­stöðu og tel­ur enga þörf á frek­ari inn­greiðslum eig­in­fjár frá eig­end­um," seg­ir m.a. í til­kynn­ingu bank­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK