Stjórnvöld líta framhjá „ógnvænlegum horfum” skuldastöðu Íslands

Icesave mótmælt.
Icesave mótmælt. Kristinn Ingvarsson

Skuldaþol Íslands hefur hrakað mikið á undanförnum árum og er mun verra en gert var ráð fyrir þegar efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var samþykkt árið 2008. Þetta segir Gunnar Tómasson, hagfræðingur, í bréfi sem hann sendi til alþingismanna.

Í bréfi sínu bendir Gunnar á að hagspár geri nú ráð fyrir helmingi minni hagvexti á næstu þrem árum en upphaflega efnahagsáætlunin gerði ráð fyrir. Gunnar bendir á að mæling á landsframleiðslu í Bandaríkjadal sé mikilvægur mælikvarði á getur þjóðarbúsins til þess að standa undir greiðslubyrði erlendrar skuldsetningar. Samkvæmt Gunnari þá gera áætlanir ráð fyrir ráð fyrir að landsframleiðslan mæld í Bandaríkjadal verði 13-14% lægri en hún var árið 2008.

Á sama tíma hefur erlenda skuldastaðan orðið mun verri en gert var ráð fyrir í upphafi. Gunnar bendir á að í nóvember 2008 hafi AGS gert ráð fyrir að erlendar skuldir þjóðarbúsins verða um 101% af landsframleiðslu árið 2013. Þrátt fyrir að sú spá hafi gert ráð fyrir mikilli lækkun skulda á spátímabilinu er sérstaklega tekið fram að skuldsetning í kringum 100% sé eigi að síður mjög há.

Fram kemur í bréfi Gunnars að erlenda skuldastaðan hafi reynst vera allt önnur og verri en AGS og íslensk stjórnvöld gerðu ráð fyrir í upphafi. Gunnar bendir á eftirfarandi: „ Við árslok 2009 var hún jafngildi 308% af landsframleiðslu  í stað 160%  – eða um 30% hærri en þau 240% sem AGS tók sem dæmi um ósjálfbæra skuldsetningu –  og er áætluð að vera meira en tvöfalt hærri við árslok 2013 en ráð var fyrir gert, eða 215% af landsframleiðslu í stað 101%  – frekara gengisfall um 30% myndi hækka skuldahlutfallið úr 215% af landsframleiðslu við árslok 2013 í 280% og hlýtur að vera „vitaskuld ósjálfbært” að mati AGS. ”

Gunnar segir að þessar „ógnvænlegu horfur” hafi farið framhjá stjórnvöldum og vísar til síðustu viljayfirlýsingar þeirra í tengslum við fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunarinnar.

Í niðurlagi bréfs síns bendir Gunnar á að í nýjasta samningunum um Icesave sé að finna ákvæði um að viðræður fari fram um áhrif þess á samninginn ef reglubundin úttekst AGS leiði í ljós að skuldaþoli Íslands hafi hrakað verulega til muna frá því sem sjóðurinn taldi í nóvember 2008. Gunnar telur einsýnt að svo sé.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK