Bæjarráðið í Kent sýslu á Englandi samdi við Landsbanknn í apríl 2008 um að geyma fé á reikningi hjá bankanum til eins árs á 6% vöxtum.
Kom þetta fram í máli Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanni þeirra er sækja mál fyrir hönd Arrowograss Master Fund og fleiri. Málið er höfðað til að fá viðurkennt að svokölluð heilsöluinnlán séu almennar kröfur, en ekki forgangskröfur eins og slitastjórn Landsbankans hefur úrskurðar.
Í byrjun apríl 2008 gerðu sveitarfélagið og bankinn með sér ofangreint samkomulag 4.apríl 2008. Nokkrum dögum síðar voru um fimm milljónir punda millifærðar af reikningi sveitarfélagsins í Natwest til Landsbankans.
„Eins og sjá má á þetta fátt skylt við innlánaviðskipti," sagði Ragnar.