Atvinnuleysi í Eistlandi hefur lækkað hratt á síðustu misserum. Atvinnuleysi var 13,6% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, en var 19,8% á fyrsta ársfjórðungi.
Eistland fór illa út úr kreppunni, en samdráttur efnahagslífsins var 14,1% á árinu 2009, sem var sá mesti af öllum ríkjum Evrópusambandsins. Atvinnuleysi í landinu tók stökk upp á við. Staðan batnaði hins vegar á síðasta ári.
Íbúar Eistlands eru 1,3 milljónir og voru 93 þúsund manns án vinnu að meðaltali á fjórða ársfjórðungi. Minna atvinnuleysi má fyrst og fremst rekja til aukinnar iðnframleiðslu og aukins útflutnings á markaði í Evrópusambandinu.
Önnur skýring á minna atvinnuleysi er að um 10 þúsund manns hafa farið af atvinnuleysisskrá vegna þess að fólk hefur gefið upp von um að finna vinnu.
Nýjar tölu sýna að hagvöxtur jókst um 3,1% í Eistlandi á síðasta ári. Eistar tóku upp evru um síðustu áramót.