Besta afkoma Icelandair

Hagnaður af rekstri Icelandair Group nam 1,4 milljörðum króna eftir skatta á síðasta fjórðungi ársins 2010, samanborið við 9,6 milljarða tap á sama tímabili árið 2009.

Allt árið í fyrra var 4,6 milljarða króna hagnaður á rekstrinum eftir skatta en árið 2009 var 10,7 milljarða króna tap á rekstri félagsins. Fyrir skatta, fjármagnskostnað og afskriftir var hagnaður félagsins 12,6 milljarðar króna, 4,4 milljörðum króna hærri en árið 2009.

Heildarvelta á síðasta ári var 88 milljarðar króna og jókst um 10% milli ára. Á síðasta ársfjórðungi var veltan 18,8 milljarðar króna og jókst um 3% frá fyrra ári.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group segir í tilkynningu, að þetta sé besti rekstrarárangur frá upphafi félagsins og afkoman sé mun betri en upphaflegar áætlanir  gerðu ráð fyrir.

Bætt afkoma félagsins skýrist fyrst og fremst af mikilli aukningu í farþegatekjum hjá Icelandair vegna bættrar sætanýtingar og góðrar tekjustýringar í leiðakerfinu. Farþegum á Norður-Atlantshafsmarkaðnum hafi fjölgað mikið og námu þeir 38% af heildarfarþegafjölda félagsins samanborið við 28% árið 2009. Þá hafi flest dótturfélög Icelandair Group skilað góðri afkomu á árinu.

Björgólfur segist einnig telja, að þrátt fyrir að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið kostnaðarsamt fyrir félagið muni landkynningin, sem gosið olli, skila sér í fjölgun ferðamanna til landsins.

Tilkynning Icelandair Group

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK