Forstjóraskipti hjá Sögu fjárfestingarbanka

Hersir Sigurgeirsson.
Hersir Sigurgeirsson.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur sagt lausu starfi sínu sem forstjóri Sögu Fjárfestingarbanka.  Hefur Hersir Sigurgeirsson  verið ráðinn forstjóri bankans.

Hersir starfaði áður sem framkvæmdastjóri Áhættustýringar hjá Saga Fjárfestingarbanka. Hersir er doktor í stærðfræði frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum og hefur samhliða starfi sínu hjá Sögu sinnt kennslu við Háskóla Íslands.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson sem verið hefur forstjóri Sögu frá stofnun árið 2006 tilkynnti stjórn bankans uppsögn sína í dag og lætur af störfum nú þegar, að eigin ósk.

Í tilkynningu er haft eftir honum, að umhverfi bankans hafi verið erfitt og aðstæður allar í samfélaginu og fjölmiðlaumhverfi þungar á undanförnum árum. „Ég hef afráðið að segja upp störfum með tilliti til hagsmuna þess banka sem ég tók þátt í að stofna og hef veitt forstöðu frá stofnun. Ég hverf á braut sáttur við árangur frá hruni, enda fordæmalausar aðstæður að baki. Ég óska bankanum hins besta og tel hann afar vel staðsettan til að fanga þann meðbyr sem gefst þegar aðstæður í efnahagslífinu og samfélaginu batna,"  segir Þorvaldur Lúðvík m.a. í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK