Forstjóraskipti hjá Sögu fjárfestingarbanka

Hersir Sigurgeirsson.
Hersir Sigurgeirsson.

Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son hef­ur sagt lausu starfi sínu sem for­stjóri Sögu Fjár­fest­ing­ar­banka.  Hef­ur Hers­ir Sig­ur­geirs­son  verið ráðinn for­stjóri bank­ans.

Hers­ir starfaði áður sem fram­kvæmda­stjóri Áhættu­stýr­ing­ar hjá Saga Fjár­fest­ing­ar­banka. Hers­ir er doktor í stærðfræði frá Stan­ford há­skóla í Banda­ríkj­un­um og hef­ur sam­hliða starfi sínu hjá Sögu sinnt kennslu við Há­skóla Íslands.

Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son sem verið hef­ur for­stjóri Sögu frá stofn­un árið 2006 til­kynnti stjórn bank­ans upp­sögn sína í dag og læt­ur af störf­um nú þegar, að eig­in ósk.

Í til­kynn­ingu er haft eft­ir hon­um, að um­hverfi bank­ans hafi verið erfitt og aðstæður all­ar í sam­fé­lag­inu og fjöl­miðlaum­hverfi þung­ar á und­an­förn­um árum. „Ég hef afráðið að segja upp störf­um með til­liti til hags­muna þess banka sem ég tók þátt í að stofna og hef veitt for­stöðu frá stofn­un. Ég hverf á braut sátt­ur við ár­ang­ur frá hruni, enda for­dæma­laus­ar aðstæður að baki. Ég óska bank­an­um hins besta og tel hann afar vel staðsett­an til að fanga þann meðbyr sem gefst þegar aðstæður í efna­hags­líf­inu og sam­fé­lag­inu batna,"  seg­ir Þor­vald­ur Lúðvík m.a. í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK