Segir samþykkt Icesave muni marka tímamót

Greining Íslandsbanka segir, að samþykkt Icesave-samkomulagsins muni marka tímamót í endurreisn íslensks efnahagslífs eftir hrun.

„Samþykkt hins nýja samkomulags mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir," segir á vef bankans.

„Lánshæfismatsfyrirtækin hafa gefið það út að samþykkt mun styrkja lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og mun það hafa sín áhrif á aðgengi að erlendu fjármagni og þau kjör sem þar bjóðast. Hefur Moody's t.d. lýst því yfir að fyrirtækið muni hækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands verði samkomulagið samþykkt, en skuldabréf íslenska ríkisins í erlendri og innlendri mynt til lengri tíma hafa verið með lægstu einkunn sem gefin er í fjárfestingarflokki sem merkir að ef hún yrði lækkuð myndi hún falla niður í spákaupmennskuflokk," segir m.a.

Greining Íslandsbanka segir, að enn sé nokkur óvissa um hvað forseti Íslands muni gera en hann hafi talað um að samkomulagið sé mun hagstæðara en það fyrra. Hann hafi hins vegar einnig sagt að það sé Alþingis að sannfæra almenning í landinu um ágæti samningsins og að hann muni horfa til þess við ákvörðun um undirritun hvort enn sé gjá á milli þings og þjóðar í þessu máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK