Trúnaður um skýrslu SÍ um erlenda stöðu þjóðarbúsins

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Seðlabank­inn neit­ar að af­henda drög að skýrsl­unni um er­lenda stöðu þjóðarbús­ins sem þing­mönn­um fjár­laga­nefnd­ar var af­hent í trúnaði gær­kvöldi.

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, kvartaði und­an því á Alþingi áðan að skýrsla með jafn veiga­mikl­um upp­lýs­ing­um fyr­ir áhrif Ices­a­ve-samn­ings­ins skuli hafa verið af­hent án þess að tími hafi gef­ist til efn­is­legr­ar um­fjöll­un­ar um hana í fjár­laga­nefnd­inni.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skrif­stofu banka­stjórn­ar Seðlabank­ans verður skýrsl­an ekki birt op­in­ber­lega fyrr en að vinnu við mat á er­lendri stöðu þjóðarbús­ins verður lokið Að sögn Stef­áns Jó­hanns Stef­áns­son­ar, tals­manns bank­ans, þá verður hún birt inn­an fárra daga. Allt stefn­ir hins­veg­ar í að Alþingi samþykki nýj­an Ices­a­ve-samn­ing í kvöld eða á morg­un.  

Tölu­verð óvissa hef­ur ríkt um töl­ur um er­lenda stöðu þjóðarbús­ins frá hruni bank­anna. Eins og gef­ur að skilja skipt­ir er­lenda staðan veiga­miklu máli þegar kem­ur að mati á greiðslu­hæfni hag­kerf­is­ins á er­lend­um skuld­bind­ing­um þar sem að varp­ar meðal ann­ars ljósi á áhrif þátta­tekna og út­flæði gjald­eyr­is vegna vaxta­tekna.

Eins og fram kom í ræðu Þór Sa­ari á Alþingi í dag gafst ekki tími til þess að fara yfir efni skýrsl­unn­ar á fundi fjár­laga­nefnd­ar í gær­kvöld. Einn nefnd­armaður sem mbl.is ræddi við sagðist hafa kynnt sér efni henn­ar í nótt og sagði í fljótu bragði mætti draga þá álykt­un að skýrslu­höf­und­ar séu ekk­ert sér­stak­lega svart­sýn­ir á horf­urn­ar með hliðsjón af er­lendri stöðu rík­is­ins.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK