Engar eignir fundust upp í kröfur

Þáttur átti stóran hlut í Glitni.
Þáttur átti stóran hlut í Glitni. mbl.is/Kristinn

Gjaldþrotaskiptameðferð Þáttar International ehf. lauk í þessari viku, en alls var 24 milljarða kröfum lýst í búið. Engar eignir fundust í þrotabúinu.

Þáttur International var að mestu leyti í eigu Milestone, eignarhaldsfélags í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona. Það félag er sem stendur í skiptameðferð.

Bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir áttu jafnframt um fjórðung hlutafjár í Þætti International, sem var stofnað í aðdraganda stórra viðskipta með hlutabréf í Glitni snemma árs 2007. Í kauphallartilkynningu frá því í febrúar 2007 segir að Þáttur International hafi keypt 9,2% hlut í Glitni, en áður var eign félagsins engin í bankanum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK