Vilja að forstjóri Nokia verði rekinn

Hópur hluthafa í finnska farsímaframleiðandanum Nokia krefst þess að Stephen Elop, nýr forstjóri fyrirtækisins, verði rekinn og einnig að hætt verði við fyrirhugaða samvinnu Nokia og bandaríska hugbúnaðarframleiðandans Microsoft.

Fram kemur á vef Børsen í Danmörku, að hluthafahópurinn vilji að Nokia leggi áherslu á eigið farsímastýrikerfi, Symbian. Nokia áformar hins vegar að vinna með Microsoft að þróun stýrikerfis fyrir snjallsíma.

Gengi hlutabréfa Nokia hefur lækkað um 19% frá því tilkynnt var um samstarfið við Microsoft. Í dag hækkaði gengið þó um 1,6%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka