Búist við meiri hagvexti í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Reuters

Stjórn bandaríska seðlabankans gerir ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en búist hafði verið við. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði á bilinu 3,4-3,9% en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir 3-3,6% vexti.

Þetta kemur fram í fundargerð síðasta vaxtarákvörðunarfundar bankans. Búist er við auknum hagvexti vegna vaxandi einkaneyslu, fjárfestingu og útflutningi. Fram kemur í Financial Times að þrátt fyrir þetta hafi stjórn seðlabankans enn áhyggjur af miklu atvinnuleysi.

Fram kemur í fundargerðinni að meirihluti stjórnar bankans styður áframhaldandi peningaprentun en minnihlutinn hefur efasemdir um áhrif þeirrar stefnu. Bankinn metur undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé lítill um þessar mundir og verðbólguvæntingar í skefjum. Þrátt fyrir það létu sumir í stjórn bankans í ljós áhyggjur af því að verðbólguhorfur gætu breyst skyndilega ef að hrávöruverð hækkar enn meira. 


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK