Samherji fjárfestir í Færeyjum

Samherji og dótturfélagið Framherji í Færeyjum hafa ásamt færeyska útgerðarfélaginu Varðin yfirtekið félagið Fiskavirking og þar með sex skip og fjórar fiskvinnslur af þrotabúi Faroe Seafood, sem varð gjaldþrota í lok síðasta árs.

Fram kemur á vef Sosialurin, að með í kaupunum séu togararnir Bakur, Stelkur, Heykur, Falkur, Rókur og Lerkur og fiskvinnslur í Runavik, Vestmanna, Vági og á Toftum. Kaupverð er ekki gefið upp. 

Anfinn Olsen, framkvæmdastjóri Framherja, segir við blaðið, að mikilvægast sé að koma skipunum á veiðar sem fyrst en yfirtakan gengur formlega í gegn á mánudag.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka