Lélegar eignir í lélegan banka

Höfuðstöðvar La Caixa í Barcelona.
Höfuðstöðvar La Caixa í Barcelona. Reuters

Hópur spænskra sparisjóða, með Caja Madrid í broddi fylkingar, mun líklega setja upp „slæman banka“ til að taka við lélegum eignum og auðvelda skráningu hópsins á hlutabréfamarkað.

Fimm stórir sparisjóðir stefna að sameiningu og skráningu á hlutabréfamarkað og er stofnun lélega bankans liður í að gera hlutabréfin álitlegri fjárfestingarkost.

Fleiri spænskir sparisjóðir ætla að fara þessa sömu leið, en þrjár vikur eru síðan La Caixa, stór sparisjóður í Barcelona, sagðist ætla að setja á stofn slæman banka í sama tilgangi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK