Matsfyrirtækið Fitch segir að það sé lykilatriði að Ísland leysi Icesave-deiluna til að koma á stöðugleika í landinu. Lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins er BB+ og segir Fitch horfur séu neikvæðar.
Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá Fitch, segir við Reutersfréttastofuna, að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave geti tafið það af gjaldeyrishöftin verði afnumin. Það sé nauðsynlegt að ryðja Icesave-málinu úr vegi til að Ísland eigi greiðari leið að erlendu lánsfjármagni.
Rawkins telur að nýju Icesave-lögin njóti mun meiri stuðnings meðal almennings á Íslandi og kveðst hann vera bjartsýnn á að þau verði samþykkt að þessu sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu.