Skuldatryggingamarkaðurinn tók kipp í morgun í kjölfar ófriðarfregna frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum.
Frá því er greint á Reuters að áhættufælni hafi aukist á mörkuðum vegna átaka í Líbíu. Skuldatryggingaálag allra evruríkjanna hafi þannig aukist í morgun. Skuldatryggingaálag Portúgals nálgist nú 480 punkta, og álagið á Spáni er yfir 250 punktar.
Skuldatryggingaálag Íslands hækkaði líka lítillega í dag, en miðgildi kaup- og sölutilboðs er um 245 punktar.