Skuldatryggingaálag flestra hækkar

Hræringar í ríki Gaddafis veldur áhættufælni á mörkuðum og hækkar …
Hræringar í ríki Gaddafis veldur áhættufælni á mörkuðum og hækkar skuldatryggingaálag velflestra ríkja. Reuters

Skuldatryggingamarkaðurinn tók kipp í morgun í kjölfar ófriðarfregna frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum.

Frá því er greint á Reuters að áhættufælni hafi aukist á mörkuðum vegna átaka í Líbíu. Skuldatryggingaálag allra evruríkjanna hafi þannig aukist í morgun. Skuldatryggingaálag Portúgals nálgist nú 480 punkta, og álagið á Spáni er yfir 250 punktar.

Skuldatryggingaálag Íslands hækkaði líka lítillega í dag, en miðgildi kaup- og sölutilboðs er um 245 punktar.

Frétt Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK