Moody's: Nei í þjóðaratkvæði sendir ríkið í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody's segir að hafni íslenskir kjósendur Icesave-samningnum muni lánshæfismat íslenska ríkisins að öllum líkindum  fara í ruslflokk og fá einkunnina Ba1. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Moody's myndi samþykki samningsins að öllum líkindum leiða til þess að matsfyrirtækið mæti horfurnar stöðugar.

Fram kemur í fréttatilkynningu Moody's að nýi Icesave-samningurinn leiði til þess að skuldastaða íslenska ríkisins og geta þess til að standa undir skuldunum. Að gefnum forsendum muni skuldastaða ríkisins ná hámarki í ár og verða um 100% af landsframleiðslu í stað 115% eins og áður hefur verið talið. Samkvæmt sömu forsendu myndi skuldastaðan verða komin í 72% árið 2015. Ennfremur telja sérfræðingar Moody's að lausn Icesave-deilunnar myndi auðvelda aðgengi að erlendum fjármagnsmörkuðum og flýta fyrir afnámi hafta.

Hinsvegar er skýrt tekið fram í mati Moody's að mikil óvissa ríki  um ofangreint. Forsendur um gengisþróun og endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans kunna að reynast bjartsýnar. Einnig er nefnt að niðurstöður í ýmsum dómsmálum sem nú standa yfir kunni að hafa neikvæð áhrif á stöðu íslenska ríkisins og einkageirans.

 Einnig er bent á að afnám hafta kunni að flækjast vegna áhrifa á gengisþróun og fjármögnun ríkisins og einkageirans. Auk þess er bent á að ákveðin áhætta felist í stöðu íslenska bankageirans um þessar mundir. 

Ástæðan fyrir að Moody's segist að öllum líkindum lækka lánshæfismatið ef Icesave-samningurinn verður ekki staðfestur er sú að slíkt myndi sennilega seinka greiðslum á lánum Norðurlandaþjóðanna auk þess sem að það gæti seinkað framgangi efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ennfremur myndi slíkt einnig framlengja gjaldeyrishöftin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK