Moody's: Nei í þjóðaratkvæði sendir ríkið í ruslflokk

Mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's seg­ir að hafni ís­lensk­ir kjós­end­ur Ices­a­ve-samn­ingn­um muni láns­hæf­is­mat ís­lenska rík­is­ins að öll­um lík­ind­um  fara í rusl­flokk og fá ein­kunn­ina Ba1. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Moo­dy's myndi samþykki samn­ings­ins að öll­um lík­ind­um leiða til þess að mats­fyr­ir­tækið mæti horf­urn­ar stöðugar.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu Moo­dy's að nýi Ices­a­ve-samn­ing­ur­inn leiði til þess að skuld­astaða ís­lenska rík­is­ins og geta þess til að standa und­ir skuld­un­um. Að gefn­um for­send­um muni skuld­astaða rík­is­ins ná há­marki í ár og verða um 100% af lands­fram­leiðslu í stað 115% eins og áður hef­ur verið talið. Sam­kvæmt sömu for­sendu myndi skuld­astaðan verða kom­in í 72% árið 2015. Enn­frem­ur telja sér­fræðing­ar Moo­dy's að lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar myndi auðvelda aðgengi að er­lend­um fjár­magns­mörkuðum og flýta fyr­ir af­námi hafta.

Hins­veg­ar er skýrt tekið fram í mati Moo­dy's að mik­il óvissa ríki  um of­an­greint. For­send­ur um geng­isþróun og end­ur­heimt­ur úr þrota­búi Lands­bank­ans kunna að reyn­ast bjart­sýn­ar. Einnig er nefnt að niður­stöður í ýms­um dóms­mál­um sem nú standa yfir kunni að hafa nei­kvæð áhrif á stöðu ís­lenska rík­is­ins og einka­geir­ans.

 Einnig er bent á að af­nám hafta kunni að flækj­ast vegna áhrifa á geng­isþróun og fjár­mögn­un rík­is­ins og einka­geir­ans. Auk þess er bent á að ákveðin áhætta fel­ist í stöðu ís­lenska banka­geir­ans um þess­ar mund­ir. 

Ástæðan fyr­ir að Moo­dy's seg­ist að öll­um lík­ind­um lækka láns­hæf­is­matið ef Ices­a­ve-samn­ing­ur­inn verður ekki staðfest­ur er sú að slíkt myndi senni­lega seinka greiðslum á lán­um Norður­landaþjóðanna auk þess sem að það gæti seinkað fram­gangi efna­hags­áætl­un­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Enn­frem­ur myndi slíkt einnig fram­lengja gjald­eyr­is­höft­in. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK