Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í samtali við Bloomberg fréttastofuna, að ekki sé ljóst hvort Ísland skuldi Bretum og Hollendingum 5 milljarða dala vegna Icesave-reikninga Landsbankans vegna þess að lagalegur efi ríki um réttmæti krafnanna.
Bloomberg segir, að Ólafur Ragnar hafi látið þessi ummæli falla í viðtali við Maryam Nemazee hjá sjónvarpsstöð Bloomberg.
Ólafur Ragnar synjaði á sunnudaginn að skrifa undir lög sem heimila fjármálaráðherra að staðfesta samninga við Breta og Hollendinga um Icesave. Verður þjóðaratkæðagreiðsla haldin um lögin.