Óljós lagagrundvöllur krafna

Ólafur Ragnar Grímsson les upp yfirlýsingu sína á Bessastöðum á …
Ólafur Ragnar Grímsson les upp yfirlýsingu sína á Bessastöðum á sunnudag. mbl.is/Golli

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í samtali við Bloomberg fréttastofuna, að ekki sé ljóst hvort Ísland skuldi Bretum og Hollendingum 5 milljarða dala vegna Icesave-reikninga Landsbankans vegna þess að lagalegur efi ríki um réttmæti krafnanna.

Bloomberg segir, að Ólafur Ragnar hafi látið þessi ummæli falla í viðtali við Maryam Nemazee hjá sjónvarpsstöð Bloomberg.

Ólafur Ragnar synjaði á sunnudaginn að skrifa undir lög sem heimila fjármálaráðherra að staðfesta samninga við Breta og Hollendinga um Icesave. Verður þjóðaratkæðagreiðsla haldin um lögin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK