Tap á rekstri breska bankans Royal Bank of Scotland nam 1125 milljónum punda, jafnvirði 214 milljarða króna, á síðasta ári. Árið á undan tapaði bankinn 3607 milljónum punda.
Hagnaður, sem nam 12 milljónum punda, var á síðasta fjórðungi ársins 2010 en á sama tímabili árið á undan var 765 milljóna punda tap á rekstrinum.
Stephen Hester, forstjóri Royal Bank of Scotland, segir að endureisn bankans gangi betur en áætlanir gerðu ráð fyrir.