Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar af reglulegri starfsemi á árinu 2010 var 765 milljónir króna samanborið við 237 milljóna kr. hagnað árið 2009.
Fram kemur í tilkynningu frá TM að heildartekjur fyrirtækisins í fyrra hafi verið 11,6 milljarðar kr. en hafi verið 12,8 milljarðar árið 2009. Heildargjöld 2010 hafi verið 10,8 milljarðar en 12,5 milljarðar 2009.
Þá segir að eigin iðjgöld hafi aukist um 8% hafi verið 10,2 milljarðar kr. í fyrra miðað við 9,4 milljarða árið á undan.