Heimsmarkaðsverð á olíu fór í 119 dali

Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu fór 119 dali á fatið í miklum viðskiptum í morgun. Verðið á Brent-hráolíu hefur nú hækkað um 17 dali í þessari viku.

Hækkunin stafar af óvissu um hvort að olía frá Líbíu skili sér á markaði vegna byltingarástandsins í landinu. Ennfremur hefur pólítisk óvissa í annarstaðar í Norður-Afríku og í Miðausturlöndum stutt við hækkanir að undanförnu.

Hækkanir á olíu og á annarri hrávöru eru farnar að endurspeglast í verðbólguvæntingum víðsvegar. Þannig hefur verðbólguálagið milli verðtryggðra bandarískra ríkisskuldabréfa og óverðtryggðra ekki verið hærra síðan í júlí 2008.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK