Verðbólgan eykst

Eldsneyti hefur hækkað mikið að undanförnu og haft áhrif á …
Eldsneyti hefur hækkað mikið að undanförnu og haft áhrif á vísitölu neysluverðs.

Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði í fe­brú­ar um 1,18% frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði um 1,16%.

Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 1,9% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 2,2%.  Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 0,6% sem jafn­gild­ir 2,4% verðbólgu á ári.

Að sögn Hag­stof­unn­ar hækkaði verð á  föt­um og skóm um 5,5% en vetr­ar­út­söl­um er að ljúka. Verð á hús­gögn­um, heim­il­is­búnaði o.fl. hækkaði um 2,5%.

Kostnaður vegna eig­in hús­næðis jókst um 1,7%, aðallega vegna hærra markaðsverðs. Verð á mat og drykkjar­vör­um hækkaði um 0,8%, far­gjöld í ut­an­lands­flugi um 15,1% og verð á bens­íni og ol­í­um hækkaði um 1,8%. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK