Fiskipskipum fjölgar milli ára

Alls voru 1625 fiski­skip á skrá hjá Sigl­inga­stofn­un árið 2010 og hafði þeim fjölgað um 43 frá ár­inu áður.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hag­stof­unni voru tog­ar­ar alls 57 og fækkaði um einn frá ár­inu á und­an. Heild­ar­stærð tog­ara­flot­ans var 65.087 brútt­ót­onn og hafði minnkað um 2783 brútt­ót­onn frá ár­inu 2009.

Opn­ir fiski­bát­ar voru 807 tals­ins og 3857 brútt­ót­onn að stærð. Opn­um fiski­bát­um fjölgaði um 51 milli ára og heild­ar­stærð þeirra jókst um 242 brútt­ót­onn.

Fjöldi vél­skipa var alls 761 og sam­an­lögð stærð þeirra 83.457 brútt­ót­onn. Vél­skip­um fækkaði um 7 skip á milli ára og flot­inn minnkaði um 3312 brútt­ót­onn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK