Olíuverð hækkar hratt og lækkun á ný talin ólíkleg

Forstjóri N1 telur að olíuverðhækkanirnar séu komnar til að vera
Forstjóri N1 telur að olíuverðhækkanirnar séu komnar til að vera mbl.is/Jim Smart

Hræringar í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku hafa sett mark sitt á heimsmarkaðsverð á olíu. Verð á framvirkum samningum um afhendingu Norðursjávarolíu í apríl náði 120 dollurum í viðskiptum gærdagsins í kauphöllinni í London.

Verðið lækkaði á ný þegar leið á gærdaginn. Í morgun hækkaði verð á ný á markaði í Asíu og var 112,62 dalir tunnan af Brent Norðursjávarolíu. Á markaði í New York var olía, sem afhent verður í apríl, 97,64 dalir tunnan.

Átök í Líbíu hafa meiri áhrif á verð olíu heldur en í Egyptalandi, enda fyrrnefnda ríkið stærri framleiðandi. Haft hefur verið eftir forstjóra ítalska olíurisans ENI, Pablo Scaroni, að olíuframleiðsla í Líbíu hefði dregist saman um 75% frá því að átökin þar í landi hófust fyrir skömmu.

Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, telur að olíuverðhækkanirnar séu komnar til að vera. „Það er ekkert á sjóndeildarhringnum sem bendir til þess að þetta verð sé farið að falla aftur. Hagkerfi heimsins er að rétta úr kútnum víðast hvar, sem eykur vitanlega eftirspurn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK