Olíuverð lækkar

Andstæðingar Gaddafis hafa náð völdum í Tobruk.
Andstæðingar Gaddafis hafa náð völdum í Tobruk. Reuters

Olíu­verð lækkaði nokkuð í verði á heims­markaði síðdeg­is eft­ir að frétt­ir bár­ust af því að verið sé að flytja olíu frá Líb­íu þótt Múamm­ar Gaddafi, ein­ræðis­herra lands­ins, hafi misst yf­ir­ráð yfir olíu- og gas­lind­um lands­ins.

Verðið lækkaði þegar frétt­ist að verið væri að lesta ol­íu­skip í Tobruk og væri ferð þess síðan heitið til Kína. Þá hafa Sádi-Ar­ab­ar einnig aukið olíu­vinnslu.

Olíu­verð í New York lækkaði um 23 sent tunn­an og var 97,65 dal­ir. Brent Norður­sjávar­ol­ía lækkaði um 30 sent og var 111,84 á markaði í Lund­ún­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK