Afkomuspá Icelandair óbreytt

Ljósmynd/Sigurður Bogi

Icelandair Group hf. segist ekki hafa breytt afkomuspá sinni sem gefin var út þann 14. febrúar en spáin gerði ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað yrði 9,5 milljarðar króna á þessu ári.   

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar Íslands vegna fjölmiðlaumfjöllunar um tölvupóst framkvæmdastjóra Icelandair ehf. til starfsmanna um að hækkandi olíuverð muni hafa neikvæð áhrif á afkomu félagsins.

Segir í tilkynningunni, að umfjöllun framkvæmdastjórans vísi til lækkunar á áætluðum rekstrarhagnaði fyrir árið 2011 frá rauntölum ársins 2010 upp á um 3 milljarða króna, þrátt fyrir verulega framboðsaukningu á milli ára, sem þegar hafi verið tilkynnt um. Helstu skýringar á þessari lækkun liggi í eldsneytishækkunum á milli ára og fleiri þáttum eins og nánar hafi verið tilgreint í tilkynningu þann 14. febrúar sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK